27. nóv. 2009

Garðabær tekur forystu

Markviss útbreiðsla nágrannavörslu í Garðabæ hefur vakið athygli. Á fundi með íbúum í Hólum, Fitjum og Grundum sem haldinn var nýlega sagði Ólafur Emilsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að Garðabær hefði tekið afgerandi forystu á sviði nágrannavörslu
  • Séð yfir Garðabæ

Markviss útbreiðsla nágrannavörslu í Garðabæ hefur vakið athygli. Á fundi með íbúum í Hólum, Fitjum og Grundum sem haldinn var nýlega sagði Ólafur Emilsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að Garðabær hefði tekið afgerandi forystu á sviði nágrannavörslu. Í máli hans kom fram að tíðni innbrota er mjög lág í Garðabæ. Með virkri nágrannavörslu er ætlunin að sjá til þess að þar verði engin breyting á.

Ólafur hljóp í skarðið á fundinum fyrir Valgarð Valgarðsson, lögreglumann sem hefur haldið utan um nágrannavörslu í Garðabæ fyrir hönd lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

 

Næsti fundur um nágrannavörslu verður með íbúum í Hæðahverfi. Hann verður haldinn miðvikudaginn 2. desember kl. 17.30 í Hofsstaðaskóla.

 

Hægt er að lesa nánar um nágrannavörsluna á vef Garðabæjar.