23. nóv. 2009

Jólatréð á Garðatorgi

Jólatréð frá vinabæ Garðabæjar, Asker í Noregi var sett upp í nýja garðinum á Garðatorgi í dag
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Garðabæjar unnu i morgun að því að setja upp jólatréð frá vinabæ Garðabæjar, Asker í Noregi í nýja garðinum á Garðatorgi.

 

Þetta er i fertugasta sinn sem Askerbúar senda Garðabæingum jólatré sem vinatákn í aðdraganda jóla.

 

Jólatréð frá Asker er ávallt staðsett á Garðatorgi en að þessu sinni er það á nýjum stað í nýja miðbæjargarðinum.

 

Ljósin á jólatrénu verða tendruð nk. laugardag, 28. nóvember kl. 16. Dagskrá athafnarinnar er aðgengileg hér.

Jólatréð frá Asker sett upp á Garðatorgi 23. nóv. 2009