20. nóv. 2009

Fjölmenni á Garðatorgi

Hljómsveitin Baggalútur tróð upp á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 19. nóvember sl. Um var að ræða hina árlegu Tónlistarveislu í skammdeginu í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Hljómsveitin Baggalútur tróð upp á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 19. nóvember sl. Um var að ræða hina árlegu Tónlistarveislu í skammdeginu í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar.

 

Fjölmennt var á Garðatorgi þetta kvöld og gestir kunnu greinilega vel að meta spilamennsku hljómsveitarinnar sem flutti lög sín af einskærri snilld. Eða eins og segir á vefsíðu Baggalúts: Hljómsveitin sjálf, sem skipuð er mörgum valinkunnustu listamönnum þjóðarinnar, nýtur almennrar hylli, faglegrar virðingar og viðurkenningar alþjóðasamfélagsins.

 

Á torginu var einnig hægt að kíkja inn í verslanir og vinnustofur sem voru með opið hús í tilefni kvöldsins og margir gestir notuðu tækifærið og heilsuðu upp á búðareigendur.  Hópur myndlistarmanna úr Garðabæ sem hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum sl. ár héldu málverkasýningu við inngang torgsins.  Myndlistarsýningin lífgaði upp á torgið og var skemmtileg viðbót við tónlistarveislu kvöldsins.