13. nóv. 2009

Stoppum einelti strax!

Heimili og skóli, landssamtök foreldra og Garðabær vekja athygli á því hversu alvarlegar afleiðingar eineltis eru.
  • Séð yfir Garðabæ

Heimili og skóli, landssamtök foreldra og Garðabær vekja athygli á því hversu alvarlegar afleiðingar eineltis eru. Fátækt og ójöfnuður auka hættuna á einelti og því er enn mikilvægara en áður að foreldrar hafi þekkingu á einelti. Með því geta foreldrar  hjálpað börnum sínum ef þau verða fyrir einelti og gripið inn í ef þau eiga þátt í að leggja önnur börn i einelti.

Heimili og skóli hafa gefið út fræðslubækling fyrir foreldra um einelti. Heftinu er ætlað að auka þekkingu á einelti og hjálpa foreldrum að öðlast betri skilningi á líðan barna sinna. Einnig verða ný veggspjöld send í alla grunnskóla landsins. Á þeim birtast þjóðþekktir Íslendingar sem allir vilja leggja sitt af mörkum svo að draga megi úr einelti.

Hægt er að nálgast bæklinginn Einelti, góð ráð til foreldra á vef Heimilis og skóla. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér efni hans.

Stoppum einelti strax - auglýsing