20. okt. 2009

Flataskóli sigraði í landskeppni

Flataskóli sigraði í flokki grunnskóla í landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2008-2009. Úrslit í landskeppninni voru kunngerð á haustfagnaði eTwinning á veitingastaðnum Písa í Lækjargötu, föstudaginn 16. október sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Flataskóli sigraði í flokki grunnskóla í landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2008-2009. Úrslit í landskeppninni voru kunngerð á haustfagnaði eTwinning á veitingastaðnum Písa í Lækjargötu, föstudaginn 16. október sl. Verðlaunin voru afhent af Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra.

Verðlaunahafar:

Flokkur framhaldsskóla: Verzlunarskóli Íslands: Are we so different? ¿Y tú cómo vives? Hilda Torres veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur grunnskóla: Flataskóli (Garðabæ): Schoolovision - Kolbrún Svala Hjaltadóttir veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur leikskóla: Leikskólinn Bakki (Reykjavík): Through the children's eyes - Rakel G. Magnúsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.

Umsögn dómnefndar um verkefni Flataskóla

Verkefnið er stórt evrópst verkefni þar sem þátt taka skólar úr mörgum löndum Evrópu, einn úr hverju landi. Verkefnið tvinnar saman tækni og listir, tengist dægurmenningu og líkir í sumu eftir söngvakeppni Evrópulanda, Eurovision með söngvakeppni og úrslit ráðast gegn um kosningu þar sem rauntímatengsl eru við aðra skóla. Hvert land sendir inn myndband af einu söngatriði þar sem myndmál er notað sem gefur innsýn í starf viðkomandi skóla. Verkefnið er til þess fallið að virkja marga nemendur og auka samkennd innan skóla og það tengist m.a. landafræðikennslu. Nemendur skoða upptökur af dans- og söngatriðum hinna þátttökulandanna og skoðuð eru dæmi um mismunandi hefðir og menningarheima um leið.

Dómnefnd

Gjaldgeng verkefni í landskeppninni voru þau verkefni sem höfðu verið virk einhvern tímann á skólaárinu 2008-2009 í lengri eða skemmri tíma. Verkefni sem spönnuðu fleiri skólaár gátu einnig verið með svo framanlega sem þau voru virk á síðasta skólaári.

Í dómnefnd voru fengnir óháðir aðilar til þess að meta verkefnin en það voru þau Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við HÍ, Björn Sigurðsson, vefstjóri hjá Forsætisráðuneytinu, áður hjá Menntagátt. Varamaður var Óskar E. Óskarson, verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Verðlaun í hverjum flokki var JVC stafræn myndbandsupptökuvél.

 

Sjá nánar á vef Flataskóla.