8. okt. 2009

Leiðsögn á Hönnunarsafninu

Boðið verður upp á leiðsögn með fróðleik um sögu íslenskrar húsgagnasmíði á síðasta sýningardegi geymslusýningar Hönnunarsafnsins
  • Séð yfir Garðabæ

Boðið verður upp á leiðsögn með fróðleik um sögu íslenskrar húsgagnasmíði á síðasta sýningardegi geymslusýningar Hönnunarsafns Íslands sunnudaginn 11. október kl. 15.

Arndís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur leiðir gesti um geymslur Hönnunarsafnsins og greinir um leið frá helstu áföngu í sögu íslenskrar húsgagnasmíði og hönnunar á síðustu öld og tengir frásögnina við gripi safnsins.

Arndís lauk MA prófi í hönnunarsögu frá De Monfort háskólanum í Bretlandi með áherslu á húsgögn og innréttingar á tímabilinu 1930-1945 í norrænu og íslensku samhengi. Hún stundar nú doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands og rannsakar nútíma hýbýlahætti og hönnun á Íslandi á tímabilinu 1907-1970.

Allir eru velkomnir á síðasta sýningardaginn. Aðgangur er ókeypis.