9. okt. 2009

Brothætt í Listasal Garðabæjar

Listasalur Garðabæjar var formlega opnaður laugardaginn 3. október sl. með einkasýningu Laufeyjar Jensdóttur bæjarlistamanns Garðabæjar 2009. Jóna Sæmundsdóttir formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar opnaði sýninguna
  • Séð yfir Garðabæ


Listasalur Garðabæjar var formlega opnaður  laugardaginn 3. október  sl. með einkasýningu Laufeyjar Jensdóttur bæjarlistamanns  Garðabæjar 2009.  Jóna Sæmundsdóttir formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar opnaði sýninguna og bauð gesti velkomna.

 

Sýning Laufeyjar nefnist “Brothætt“ og á sýningunni eru bæði myndverk og innsetning. Sýningin stendur til 18. október nk. og er opin daglega frá kl. 13-18.  Allir eru velkomnir á sýninguna og aðgangur er ókeypis.

 

Listasalur Garðabæjar er staðsettur að Garðatorgi 7,  á hæðinni fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar.   Bílastæði eru bæði austan og vestan megin við Garðatorgið og innangengt er í salinn bæði frá innitorginu (gengið upp hringstigann) og einnig frá aðkomu austan megin. 

 

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna hér á heimasíðunni.