2. okt. 2009

Listasalur Garðabæjar opnar

Listasalur Garðabæjar verður formlega opnaður laugardaginn 3. október nk. með einkasýningu Laufeyjar Jensdóttur bæjarlistamanns Garðabæjar 2009. Sýninguna nefnir hún “Brothætt“ en þar mun hún sýna bæði myndverk og innsetningu.
  • Séð yfir Garðabæ

Listasalur Garðabæjar verður formlega opnaður  laugardaginn 3. október  nk. með einkasýningu Laufeyjar Jensdóttur bæjarlistamanns  Garðabæjar 2009.  Sýninguna nefnir hún “Brothætt“ en þar mun hún sýna bæði myndverk og innsetningu.

 

Sýningin opnar laugardaginn 3. október (kl. 15:00 -19:00) og stendur til 18. október.  Sýningin er opin frá kl. 13 – 18 alla virka daga og um helgar. Aðgangur er ókeypis. Við viljum bjóða bæjarbúa sem og aðra velunnara listarinnar hjartanlega velkomna á sýninguna.

 

Rekstur salarins er á vegum Garðabæjar og salurinn er lánaður án endurgjalds til listamanna sem hafa sjálfir umsjón með sýningunum. Þegar er búið að ráðstafa sýningarplássi veturinn 2009 fram á sumar 2010.  Allar sýningar verða auglýstar og kynntar á heimasíðu Garðabæjar

 

Um listamanninn:

 

Laufey Jensdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2002 og Diplómapróf í kennslufræði (art education) 2003 frá sama skóla. Laufey hefur sérhæft sig í leirlist en að undanförnu hafa aðrir miðlar verið henni hugfólgnir.  Laufey hefur haldið einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í mörgum samsýningum hér á landi. Hún starfar sem myndlistarkennari við Rimaskóla í Reykjavík og starfrækir vinnustofu að Korpúlfsstöðum.


Staðsetning:

 

Listasalur Garðabæjar er staðsettur að Garðatorgi 7, þar var áður sýningarsalur Hönnunarsafns Íslands. Salurinn er á hæðinni fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar.   Bílastæði eru bæði austan og vestan megin við Garðatorgið og innangengt er í salinn bæði frá innitorginu (gengið upp hringstigann) og einnig frá aðkomu austan megin.