1. okt. 2009

Götustjórar funda

Götustjórar í nágrannavörslunni mættu á fræðslufund í Garðabergi í vikunni
  • Séð yfir Garðabæ

Götustjórar í þeim götum sem nágrannavarsla hefur verið tekin upp í hittust á fræðslufundi sem haldinn var í Garðabergi í vikunni.

 

Á fundinn kom Herdís Storgaard frá Forvarnahúsi Sjóvár. Herdís ræddi um nágrannavörslu og kynnti efni sem Sjóvá hefur látið útbúa um hana og er aðgengilegt á vef fyrirtækisins www.sjova.is. Herdís fór m.a. yfir handbók um nágrannavörslu og sýndi götustjórunum gátlista sem hægt er að nota til að kanna hvort allt hafi verið gert til að tryggja öryggi heimilisins, bílsins og sumarhússins til að mynda. Á fundinum sköpuðust nokkrar umræður þar sem götustjórarnir ræddu um reynslu sína af því að taka upp nágrannavörslu og hvernig er hægt að efla hana enn frekar. Fram kom vilji til þess að fundir götustjóra yrðu haldnir reglulega, einu sinni til tvisvar á ári og verður  brugðist við því.