22. sep. 2009

Nýr útivistarstígur

Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélag Íslands og Erla Bil Bjarnardóttir formaður Skógræktarfélags Garðabæjar opnuðu formlega nýjan útivistarstíg í Smalaholti mánudaginn 21. september sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og Erla Bil Bjarnardóttir formaður Skógræktarfélags Garðabæjar opnuðu formlega nýjan útivistarstíg í Smalaholti mánudaginn 21. september sl.

 

Gestum var boðið að ganga hringinn í Smalaholti, eftir að klippt hafði verið á borða og séra Hans Guðberg Alfreðsson blessaði stíginn. Að göngu lokinni var gestum boðið upp á heitt kakó.

 

Útivistarstígurinn er unnin af atvinnuátakshópum sumarsins og er hluti af samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins við Garðabæ skv. samningi um atvinnuátak sem var undirritaður í júní á þessu ári. Stígurinn sem var lagður í sumar er fyrsti áfangi af innstígum í Smalaholti, sem Skógræktarfélag Garðabæjar lét skipuleggja ásamt áningastöðum á sl. ári í tilefni 20 ára afmælis félagsins.

 

Sjá einnig frétt um samning um atvinnuátak - júní 2009.

Útivistarsvæði í Garðabæ