21. sep. 2009

Bæjarstjórar hjóluðu saman

Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í ,,Hjóladegi fjölskyldunnar" laugardaginn 19. september sl. Hjólalest frá Hafnarfirði lagði af stað rétt fyrir hádegi með viðkomu í Garðabæ þar sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri o.fl. slógust í hópinn.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í ,,Hjóladegi fjölskyldunnar" laugardaginn 19. september sl.  Hjólalest frá Hafnarfirði lagði af stað rétt fyrir hádegi með viðkomu í Garðabæ þar sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri o.fl. bættust í hópinn.  Hjólamenn héldu áleiðis í Kópavoginn þar sem var vatnsdrykkjarstopp og svo var haldið áfram til Reykjavíkur.  Samtímis lögðu hjólamenn af stað frá Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. 

 

 

Hjólreiðamenn sameinuðust í Nauthólsvík í Reykjavík og hjóluðu saman síðasta sprettinn að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hinn árlegi Tjarnarsprettur götuhjólanna fór fram samdægurs. Hjóladagur fjölskyldunnar var hluti af dagskrá Evrópskrar samgönguviku sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í ásamt fjölmörgum öðrum sveitarfélögum.  Sjá frétt um dagskrá samgönguvikunnar.


Ljósmynd af vef Reykjavíkurborgar, bæjarstjórar og borgarstjóri, frá vinstri:
Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ, Lúðvík Geirsson Hafnarfirði, Gunnar Einarsson Garðabæ, Gunnsteinn Sigurðsson Kópavogi, Hanna Birna Kristjánsdóttir Reykjavík, Ásgerður Halldórsdóttir Seltjarnarnesi og fremst Theódóra Guðný dóttir Hönnu Birnu.