Virðum hámarkshraða
Nú þegar skólastarf er hafið með tilheyrandi gangandi umferð ungra vegfarenda er ástæða til að minna ökumenn á að hámarkshraði í íbúðahverfum í Garðabæ er 30 km á klst.
Líkur á alvarlegu slysi margfaldast
Í grein bæjarstjóra sem birtist í Garðapóstinum sem kemur út í dag, 28. ágúst, kemur fram að það er ekki að ástæðulausu að hámarkshraði í íbúðahverfum er 30 km / klst. Reynslan sýnir að hraðari akstur en 30 km á klst. eykur margfalt hættuna á að áverkar gangandi vegfaranda verði miklir og leiði jafnvel til dauða.
Hugarfar og vilji ökumanna skiptir mestu
Í íbúðahverfum eru börn gjarnan að leik og geta þau komið óvænt út á götu, á milli kyrrstæðra bíla. Við slíku er erfitt að bregðast nema ekið sé af mikilli varfærni.