Listasalur Garðabæjar
Listasalur Garðabæjar er lítill sýningarsalur að Garðatorgi 7 þar sem áður var sýningasalur Hönnunarsafns Íslands (á hæðinni fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar). Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum listamanna um sýningahald í salnum frá og með haustinu og fram á næsta sumar 2010.
Fyrsta sýningin í listasalnum verður í september á þessu ári og listamenn eru hvattir til að sækja um sýningahald í salnum. Einnig geta listamannasamtök eða hópar sótt um sýningahald. Ekki er tekið gjald fyrir afnot af salnum fyrir listsýningar en listamenn bera sjálfir ábyrgð á yfirsetu og annan tilfallandi kostnað.
Frestur til að sækja um sýningahald í salnum er til 11. september nk. og hér á heimasíðunni er hægt að fá umsóknareyðublöð og sjá nánari upplýsingar um starfsreglur.
Sýningar í salnum verða ávallt auglýstar og kynntar á heimasíðu Garðabæjar.