21. ágú. 2009

Skólasetning 24. ágúst

Grunnskólar Garðabæjar verða settir mánudaginn 24. ágúst. Alls verða, í vetur, 1.480 börn í þeim sex grunnskólum sem eru í bænum.
  • Séð yfir Garðabæ

Grunnskólar Garðabæjar verða settir mánudaginn 24. ágúst. Alls verða, í vetur, 1.480 börn í þeim sex grunnskólum sem eru í bænum.

Upplýsingar á vefjum skólanna

Á vefjum skólanna kemur fram hvenær skólasetning er fyrir hvern árgang. Þar er einnig skóladagatal komandi skólaárs og innkaupalistar fyrir veturinn.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Hægt að sækja um mataráskrift

Garðabær hefur samið við fyrirtækið Sælkeraveislur um skólamat á komandi vetri. Hægt er að panta áskrift að matnum á vef fyrirtækisins www.heittogkalt.is. Þar eru einnig birtir matseðlar fyrir skólana. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir hádegisverð í grunnskóla er óbreytt frá síðasta skólaári eða 428 krónur fyrir hverja máltíð.

Vefir grunnskólanna í Garðabæ:

www.flataskoli.is
www.hofsstadaskoli.is
www.sjalandsskoli.is
www.gardaskoli.is
www.internationalschool.is
www.hjalli.is/barnaskolinn/