Formúlu ökuþór í íþróttaskólanum
Kristján Einar Kristjánsson, ökuþór og Garðbæingur heimsótti íþróttaskóla Stjörnunnar í vikunni.
Kristján Einar Kristjánsson, ökuþór og Garðbæingur heimsótti íþróttaskóla Stjörnunnar í vikunni. Hann ræddi við börnin í íþróttaskólanum og lagði m.a. áherslu á mikilvægi þess að stunda íþróttir og lifa heilbrigðu lífi.
Kristján Einar hefur á stuttum tíma náð frábærum árangri í kappakstri. Hann hefur keppt í bresku formúlu 3 og tekið þátt í TRS mótaröðinni á Nýja Sjálandi. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur náð slíkum árangri í íþróttinni.
Kristján Einar fékk fyrr á þessu ári styrk úr afrekssjóðin ÍTG enda árangur hans góður.
Vefur Kristjáns Einars er á slóðinni: www.theicelander.com