Skólastarfið undirbúið
Undirbúningur skólastarfs vetrarins er hafinn. Skrifstofur grunnskólanna opnuðu í byrjun vikunnar og hafa stjórnendur skólanna þegar hafið störf.
Undirbúningur að skólastarfi vetrarins er hafinn í grunnskólum Garðabæjar. Skrifstofur skólanna opnuðu í byrjun vikunnar og hafa stjórnendur þeirra þegar hafið störf.
Kennarar og aðrir starfsmenn skólanna koma til starfa í næstu viku en skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrám þriðjudaginn 25. ágúst.
Foreldrum og nemendum er bent á að leita upplýsinga um tímasetningu skólasetningar á vef viðkomandi skóla.
Vefir grunnskóla Garðabæjar:
www.flataskoli.is
www.gardaskoli.is
www.hofsstadaskoli.is
www.sjalandsskoli.is