30. júl. 2009

Um 60 ábendingar bárust

Um 60 ábendingar bárust um verkefni fyrir sumarstarfsfólk hjá Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Um 60 ábendingar um verkefni fyrir sumarstarfsfólk í Garðabæ, bárust frá íbúum bæjarins frá því að opnað var fyrir ábendingar á vefnum í  byrjun júní og þar til nú í lok júlí. Sumarstarfsfólkið er nú að láta af störfum og því hefur ábendingahnappurinn verið fjarlægður. 

Garðabæingum eru færðar bestu þakkir fyrir góðar viðtökur og margar góðar ábendingar sem bárust. Allar ábendingarnar hafa verið skráðar og var reynt að bregðast strax við öllum sem hægt var, án aukinna fjárútláta.

Enn er verið að vinna úr öðrum ábendingum og verða þær teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.