Tók við friðarkyndli
Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar tók fyrr í mánuðinum við vináttu- og friðarkyndli sem hlauparar í Alþjóðlega friðarboðhlaupinu „World Harmony Run“ báru með sér á hringferð sinni um Ísland. Kyndillinn er tákn um vináttu og frið.
Markmið boðhlaupsins er að kynna og halda á lofti hugsjóninni um frið á jörð og vinna af alhug að sátt og samlyndi allra jarðarbúa. Stúlkur í 3. flokki Stjörnunnar tóku þátt í hlaupinu og við móttöku kyndilsins þakkaði Páll þeim fyrir þeirra framlag og hvatti þær um leið til dáða og góðra verka.
Rúmlega 100 lönd taka þátt í þessum viðburði og í ár varð Ísland meðal annars fyrir valinu á leið hlaupsins. Sri Chinmoy skipulagði fyrsta hlaupið árið 1987 en síðan hefur fólk af ýmsu þjóðerni leitast við að taka þátt.