Skátar að störfum á Garðatorgi
Fimmtíu skátar sem taka þátt í alþjóðlega skátamótinu Roverway 2009, unnu að samfélagsverkefni á Garðatorgi í morgun
Fimmtíu skátar sem taka þátt í alþjóðlega skátamótinu Roverway 2009, unnu að samfélagsverkefni á Garðatorgi í morgun, undir stjórn starfsmanns frá garðykjudeild bæjarins. Verkefni þeirra fólst í að endurnýja torfið í lautinni á torginu en torfið sem var þar fyrir, var illa farið.
Annar fimmtíu skáta hópur verður að störfum á torginu eftir hádegi í dag, þriðjudag.
Á fimmtudaginn mun hópur skáta sem gistir í og við skátaskála Vífils í Heiðmörk, ganga til liðs við hópa í atvinnuátaki Garðabæjar og Skógræktarinnar og hjálpa til við að bera ofan í stíga í Vífilsstaðahlíð.
Skátarnir koma frá mörgum löndum en í morgun unnu m.a. skátar frá Spáni og Ítalíu í íslenskri sumarblíðu á Garðatorgi.