Garðyrkjan fagnar góðu sumri
Starfsfólk garðyrkjudeildar gerði sér glaðan dag í vikunni og hélt grillveislu í einu hádegishléinu
Starfsfólk garðyrkjudeildar gerði sér glaðan dag í vikunni og hélt grillveislu í einu hádegishléinu.
Starfsfólk garðyrkjunnar yfir sumartímann er um 50 manns. Garðyrkjan sér um umhirðu opinna svæða, leiksvæða og leik- og skólalóða. Helstu verkefnin yfir sumartímann eru grassláttur, sumarblóm og önnur umhirða svæðanna þar á meðal minjagarðurinn við Hofsstaði. Lokið hefur verið við gerð nýs leiksvæðis í Akrahverfi.
Hópur þeirra sem starfaði í atvinnuátaki Garðabæjar og Skógræktarfélagsins hélt lika grillveislu nýlega til að fagna góðum verkum í sumar.