2. júl. 2009

Um 700 ungmenni fegra Garðabæ

Margir vegfarendur hafa tekið eftir miklum fjölda sumarstarfsmanna Garðabæjar sem eru á víð og dreif að snyrta og fegra bæinn. Í heildina eru það um 700 manns
  • Séð yfir Garðabæ

Margir vegfarendur hafa tekið eftir miklum fjölda sumarstarfsmanna Garðabæjar sem eru á víð og dreif að snyrta og fegra bæinn. Tæplega 350 ungmenni starfa í bæjarvinnunni í sumar og annar eins fjöldi er í vinnuskólanum.  Í heildina eru það um 700 manns sem vinna ötullega að því að gera Garðabæ að snyrtilegasta bænum.

 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum sumarstarfa eru verkefnin fjölmörg og má þar nefna hreinsun bæjarlandsins, umhirðu gróðurbeða, gróðursetningu, slátt, sáningu og þökulögn nýrra grassvæða, lúpínuskurð, gerð útivistarstíga, hreinsun veggjakrots og margt fleira.

 

Sjá frétt um atvinnuátak í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarfélag Garðabæjar.

Íbúar eru hvattir til að senda ábendingar um verkefni handa sumarfólkinu hér á heimasíðunni.

Ábendingar um verkefni fyrir sumarstarfsfólk