30. jún. 2009

1400. fundur bæjarráðs

1400. fundur bæjarráðs Garðabæjar var haldinn þriðjudaginn 30. júní. Bæjarráð Garðabæjar er skipað þremur fulltrúum sem eru kosnir árlega úr hópi bæjarfulltrúa á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní.
  • Séð yfir Garðabæ

1400. fundur bæjarráðs Garðabæjar var haldinn þriðjudaginn 30. júní.   Bæjarráð Garðabæjar er skipað þremur fulltrúum sem eru kosnir árlega úr hópi bæjarfulltrúa á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní.   Erling Ásgeirsson var kjörinn formaður bæjarráðs á fundi ráðsins 9.  júní sl. Aðrir fulltrúar í ráðinu eru Stefán Konráðsson og Steinþór Einarsson.

 

Bæjarráð fer með framkvæmdastjórn bæjarins ásamt bæjarstjóra. Bæjarráð fundar að jafnaði einu sinni í viku, á þriðjudagsmorgnum kl. 08.00. Á fundum bæjarráðs eru einnig sviðsstjórar bæjarins. Bæjarritari sér um ritun fundargerða.  Fundir bæjarráðs eru lokaðir en fundargerðir eru birtar á vef Garðabæjar samdægurs.

 

Á 1400. fundi bæjarráðs var m.a. fjallað um verndun, viðhald og uppbyggingu Garðahverfis, stöðu mála er varðar sumarstörf í bænum, viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs, Kvennahlaupið í Garðabæ o.fl.

 

  • Bæjarráð Garðabæjar hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 3. júli 1979 eða fyrir nær 30 árum síðan.  Þennan fyrsta fund bæjarráðs sátu bæjarfulltrúarnir, Garðar Sigurgeirsson, (D-lista), Sigurður Sigurjónsson, (D-lista) og Einar Geir Þorsteinsson, (B-lista).
  • Á þessum 30 árum sem bæjarráð hefur starfað hafa 39 bæjar- og varabæjarfulltrúar setið fundi bæjarráðs.
  • Fyrsti formaður bæjarráðs var kjörinn Garðar Sigurgeirsson og var hann formaður í þrjú ár eða til ársins 1982.  Aðrir sem hafa verið formenn bæjarráðs eru:  Sigurður Sigurjónsson, 1982 – 1985, Agnar Friðriksson, 1985 – 1987, Benedikt Sveinsson, 1987 – 1997 og núverandi formaður bæjarráðs Erling Ásgeirsson sem hefur verið formaður síðan 1997.
  • Sá bæjarfulltrúi sem hefur setið flesta fundi bæjarráðs er núverandi formaður Erling Ásgeirsson, alls hefur hann setið 780 fundi ráðsins.