29. jún. 2009

Skapandi sumarstarf

Á vegum bæjarvinnunnar í Garðabæ er starfrækt sérstakt verkefni í sumar sem ætlað er ungmennum á aldrinum 17 til 19 ára. Verkefnið felst í því að ungmenni fá tækifæri til að vinna að skapandi viðfangsefnum og rækta listræna hæfileika sína.
  • Séð yfir Garðabæ

Á vegum bæjarvinnunnar í Garðabæ er starfrækt sérstakt verkefni í sumar sem ætlað er ungmennum á aldrinum 17 til 19 ára. Verkefnið felst í því að ungmenni fá tækifæri til að vinna að skapandi viðfangsefnum og rækta listræna hæfileika sína.

 

Í hópnum eru um 10 ungmenni úr Garðabæ. Hópurinn var með tónlistaratriði og gjörning á 17. júní og hjálpaði til við Jónsmessuhátíðarhöldin í Garðabæ sem tókust afar vel.

 

Síðar í sumar hyggst hópurinn standa fyrir flóamarkaði á Garðatorgi sem opinn verður öllum sem vilja taka þátt. Einnig er fyrirhugað að halda útitónleika ásamt ýmsum öðrum viðburðum. Allar þessar uppákomur verða auglýstar betur þegar nær dregur.