8. jún. 2009

Góð staða Garðabæjar

Fjárhagsleg staða Garðabæjar er betri en annarra af stærstu sveitarfélögum landsins eins og komið hefur fram í samantekt í fjölmiðlum undanfarna daga
  • Séð yfir Garðabæ

Fjárhagsleg staða Garðabæjar er betri en annarra af stærstu sveitarfélögum landsins eins og komið hefur fram í samantekt í fjölmiðlum undanfarna daga. Horft er til sveitarfélaga sem hafa yfir 10 þúsund íbúa en það eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær og Garðabær.

Afkoma Garðabæjar var góð á árinu 2008, sérstaklega þegar horft er til hins erfiða efnahagsástands sem einkenndi síðustu mánuði ársins. Rekstarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 38 millj. kr., en rekstarniðurstaða A-hluta jákvæð um 44 millj. kr. Góða stöðu Garðabæjar má sérstaklega rekja til þess að skuldastaða bæjarins er hófleg og skuldirnar svo til eingöngu í íslenskum krónum.

Skuldir á hvern íbúa eru langlægstar í Garðabæ þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna sex og hafa þær hækkað mun minna Garðabæ á milli ára en í hinum sveitarfélögunum. Garðabær hefur það einnig umfram hin sveitarfélögin að hafa komið sér upp nokkrum varasjóði og því er hlutfall eigin fjár af skuldum jákvætt upp á 773 milljónir ólíkt því sem gerist hjá hinum sveitarfélögunum.

Myndin er af frétt í Fréttablaðinu 6. júní sl. Hægt er lesa Fréttablaðið vefnum www.visir.is.

Blaðið frá 6. júní kemur upp ef smellt er á myndina (fréttin er á bls. 6 í blaðinu).

Frétt úr Fréttablaðinu 06. júní 2009