5. jún. 2009

Landslag mótað á Garðatorgi

Framkvæmdir eru hafnar við frágang holunnar sem verið hefur á Garðatorgi frá sl. hausti. Grasþökur og trjágróður mun prýða torgið að framkvæmdum loknum.
  • Séð yfir Garðabæ

Framkvæmdir eru hafnar við frágang holunnar sem verið hefur á Garðatorgi frá sl. hausti en bæjarstjórn samþykkti í gær viðauka við samninginn við Klasa um frestun verkefnisins til þriggja ára.

Í viðaukanum er Klasa falið að lagfæra holuna á Garðatorgi og ganga frá torginu skv. fyrirliggjandi teikningu, sem sjá má hér fyrir neðan.

Hugmyndin gengur út á að skapa grasi þakna laut með trjágróðri og setstöllum til að milda ásýnd svæðisins sem verður aðgengilegt almenningi um stíga sem liggja um lautina.

Smellið á myndina til að fá stærri mynd í PDF-skjali.