22. maí 2009

Gáfu reiðhjólahjálma

Kiwanismenn komu færandi hendi í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 20. maí þegar þeir færðu öllum nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálm að gjöf.
  • Séð yfir Garðabæ

Kiwanismenn komu færandi hendi í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 20. maí þegar þeir færðu öllum nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálm að gjöf. Gunnar Einarsson bæjarstjóri aðstoðaði Kiwanismenn við að afhenda hjálmana.

Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en að auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins. Rætt var við krakkana um mikilvægi þess að nota alltaf hjálma við hjólreiðar og gæta fyllsta öryggis í umferðinni.

Alls verða 4200 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskip vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

Á vef Hofsstaðaskóla eru fleiri myndir frá afhendingu hjálmanna.