Sumrinu fagnað með söng
Kórar í Garðabæ buðu Garðbæingum upp á sannkallaða tónlistarveislu í gær sunnudaginn 17. maí sl.  Kórarnir héldu kórahátíð í formi tónleika í safnaðarheimili Vídalínskirkju.  
Í Garðabæ eru fjölmargir kórar starfandi og sjö kórar úr Garðabæ tóku þátt í hátíðinni að þessu sinni. Eftirfarandi kórar tóku þátt:
Garðakórinn - kór eldri borgara
Kór Hofsstaðaskóla
Kór Sjálandsskóla
Kórskóli 3. og 4. bekkjar Flataskóla
Kór Vídalínskirkju
Gospelkór Jóns Vídalíns
og Kvennakór Garðabæjar. 
Hver kór fyrir sig söng nokkur lög og í lokin komu allir kórarnir saman upp á svið og sungu nokkur lög.  Fjölbreytt efnisskrá var á tónleikunum og þó nokkrir kórar voru með lög úr vinsælum söngleikjum.  Húsfyllir var á kórahátíðinni og ungir sem aldnir skemmtu sér vel og nutu þess að hlusta á fallegan söng kóranna. 
 
