15. maí 2009

Flataskóli keppir í Schoolovision

Flataskóli er fulltrúi Íslands í söngvakeppninni Schoolovision 2009 en lokahátíð hennar fer fram í hátíðarsal skólans í dag.
  • Séð yfir Garðabæ

Flataskóli er fulltrúi Íslands í keppninni Schoolovision 2009 en lokahátíð hennar fer fram í hátíðarsal skólans í dag. Schoolovision 2009 er söngvakeppni 31 skóla frá jafnmörgum  Evrópulöndum en einn skóli frá hverju landi kemur fram sem fulltrúi þess.

Lag hvers lands er sett á bloggsíðu keppninnar og þar gefa skólarnir hverjir öðrum stig fyrir lögin. Á lokahátíðinni í dag verða skólarnir í beinu sambandi hver við annan og gefa lögunum stig. Þá skýrist hver verður sigurvegari keppninnar.

Undankeppnin Flatóvision

Til að velja lag Flataskóla var sett upp svokallað "Flatóvision" þar sem allir nemendur skólans höfðu tækifæri til  að koma fram með lag og/eða dans sem þeir völdu sjálfir. Fjórtán hópar og einstaklingar tóku þátt í keppninni úr 4. til 7. bekk. Sérstakir dómarar voru fengnir til að dæma og var Birgitta Haukdal ein af þeim. Sigurvegarar Flatóvision voru þær Sigríður Ósk og Anna Ólöf í 4 . bekk með lagið "Open your heart". Með þeim komu fram dansararnir Sóllilja og Brynhildur.

Nánari upplýsingar og myndir frá Flatóvision eru á vef Flataskóla og þar verður einnig greint frá úrslitum keppninnar þegar þau liggja fyrir.