7. maí 2009

Vel heppnuð tónlistarveisla

Tónleikaröðinni Kammermúsík í Garðabæ lauk með tónleikum Gissurar Páls Gissurarsonar í safnaðarheimili Vídalínskirkju
  • Séð yfir Garðabæ

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Kammermúsík í Garðabæ fóru fram í safnaðarheimili Vídalínskirkju sunnudaginn 3. maí sl. Tónleikaröðin hóf göngu sína í september á sl. ári og samtals voru þetta 6 tónleikar.  Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stóð fyrir tónleikaröðinni og listrænn stjórnandi var Gerrit Schuil.

Á tónleikunum sl. sunnudag fluttu þeir Gissur Páll Gissurarson tenór og Gerrit Schuil á píanó óperuaríur eftir Scarlatti, Händel, Bellini, Beethoven, Lizt, Verdi, Bizet og Massenet. Áhorfendur fögnuðu þeim vel og innilega.  Tónleikaröðin hefur verið vel sótt þennan vetur og greinilegt að Garðbæingar og höfuðborgarbúar kunna vel að meta þetta framtak.