29. apr. 2009

Öllum boðin vinna í sumar

Bæjarráð hefur samþykkt 70 milljóna króna aukafjárveitingu til að bregðast við erfiðu atvinnuástandi ungmenna í sumar.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarráð hefur samþykkt 70 milljóna króna aukafjárveitingu til að bregðast við erfiðu atvinnuástandi ungmenna í sumar. Um 350 manns sóttu um sumarstörf hjá sveitarfélaginu en í gert var ráð fyrir að ráðið yrði í 70 störf.

Með aukafjárveitingunni verður unnt að veita öllum umsækjendum um sumarstarf, sem lögheimili hafa í Garðabæ, vinnu í sumar en vinnutími verður styttur frá því sem verið hefur, til að fjölga störfum.

Sumarstörf hjá Garðabæ eru almenn garðyrkjustörf, verkamannavinna, flokksstjórastörf í Vinnuskóla Garðabæjar og störf hjá stofnunum bæjarins. Garðabær mun einnig starfrækja sértæka hópa, meðal annars hóp sem vinnur gegn veggjakroti með markvissum aðgerðum og listahóp.

Sótt verður um átaksverkefni til Vinnumálastofnunar meðal annars í tengslum við aðgerðarhóp gegn veggjakroti og átaksverkefni með Skógræktarfélagi Íslands þar sem óskað verður eftir starfsmönnum af atvinnuleysisskrá.