24. apr. 2009

Sumri fagnað í Garðabæ

Garðbæingar fögnuðu komu sumars með skátamessu, skrúðgöngu og skemmtidagskrá við Hofsstaðaskóla
  • Séð yfir Garðabæ

Garðbæingar fögnuðu komu sumars með skátamessu, skrúðgöngu og skemmtidagskrá við Hofsstaðaskóla á sumardeginum fyrsta.

Í skátamessu í Vidalínskirkju endurnýjaði fjöldi skáta heiti sitt áður en lagt var af stað í skrúðgöngu frá kirkjunni að Hofsstaðaskóla. Lúðrasveit Tónlistarskóla Garðabæjar fór fyrir göngunni og prúðbúnir skátar báru fána.

Við Hofsstaðaskóla biðu leiktæki og skemmtiatriði göngumanna og hið ómissandi kökuhlaðborð skátanna var á sínum stað í skólanum.