24. apr. 2009

Myndlistarsýning á Garðatorgi

Myndlistarsýning 18 starfandi listamanna í Garðabæ var opnuð á Garðatorgi á sumardeginum fyrsta
  • Séð yfir Garðabæ

Myndlistarsýning 18 starfandi listamanna í Garðabæ var opnuð á Garðatorgi á sumardeginum fyrsta.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri opnaði sýninguna en með henni vilja listamennirnir gleðja Garðbæinga og aðra gesti Garðatorgs. Vonast er til að sýningin geti orðið að árvissum atburði fái hún góðar viðtökur.

Sýningin verður opin um helgina. Á föstudag og laugardag er opið frá kl. 10-20 og sunnudaginn 26. apríl frá kl. 10-16.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:

Auður Marinósdóttir
Ásta Ólafsdóttir
Bjargey Ingólfsdóttir
Björg Atla
Charlotta S. Sverrisdóttir
Gunnar Gunnarsson
Gunnella
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhanna Hreinsdóttir
Laufey Jensdóttir
Laufey Johansen
Lilja Bragadóttir
Pétur Bjarnason
Sesselja Tómasdóttir
Sigríður Anna E. Nikulásdóttir
Stefanía Jörgensdóttir
Þóra Einarsdóttir og
Þuríður Sigurðardóttir