Jafningjastjórnun í skólum
Um 30 starfsmenn úr leik- og grunnskólum Garðabæjar sóttu nýlega námskeið í jafningjastjórnun.
Um 30 starfsmenn úr leik- og grunnskólum Garðabæjar sóttu nýlega námskeið í jafningjastjórnun.
Á námskeiðinu var farið yfir nokkur atriði sem stjórnendur jafningja upplifa sem erfið og óþægileg. Skoðað var hvers vegna þau eru erfið og rýnt í það hvernig best er að snúa sér í þeim málum. Farið var yfir nokkrar aðferðir sem gagnast jafningja-stjórnendum og þær voru síðan ræddar og æfðar.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Eyþór Eðvarðsson þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.