6. apr. 2009

Hönnun úr Garðabæ til sýnis í IKEA

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og grunnskólar Garðabæjar tóku í síðusu viku, þátt í HönnunarMars með glæsilegri sýningu á hönnun og myndlist á Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og grunnskólar Garðabæjar tóku í síðusu viku, þátt í HönnunarMars með glæsilegri sýningu á hönnun og myndlist á Garðatorgi. Viðtökur bæjarbúa mæltust vel fyrir og var aðsókn góð.

Nemendur sýndu hátt í hundrað verk sem þeir hafa unnið í vetur undir góðri leiðsögn kennara sinna. Verkin voru á sviði fatahönnunar, iðnhönnunar, textílhönnunar sem og ljósmyndir og myndlist.

Vegna góðra undirtekta og gæða sýningarinnar óskaði IKEA eftir því að fá sýninguna í anddyri verslunar sinnar í Kauptúni í Garðabæ en hátt í 15-20.00 þús manns koma í verslunina í viku hverri . Hægt er að skoða sýninguna á hefðbundnum verslunartíma IKEA og stendur hún til 16. april nk

Mikil fjölbreytni og litríki er í verkum nemendanna. Margir gripanna eru endurunnir úr vörum frá IKEA sem hafa þannig fengið nýtt hlutverk. Má þar nefna ruslafötu og bókastoð sem hafa breyst í lampa. Hér er því um að ræða frábært samspil hönnunar og nýsköpunar.