3. apr. 2009

Stærðfræðikeppni FG vorið 2009

Alls tóku 58 nemendur i 8., 9. og 10. bekk þátt í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskólans í Garðabæ í ár, 36 nemendur úr Garðaskóla og 22 úr Álftanesskóla.
  • Séð yfir Garðabæ

Alls tóku 58 nemendur i 8., 9. og 10. bekk þátt í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskólans í Garðabæ í ár, 36 nemendur úr Garðaskóla og 22 úr Álftanesskóla. Kynjaskiptingin var jöfn eða 29 af hvoru kyni.

Alls tóku 8 nemendur í 10. bekk þátt, 18 nemendur í 9. bekk og 32 í 8. bekk. Í þetta sinn voru það FG og Menntaskólinn í Kópavogi sem tóku sig saman og sömdu keppnina.

Byr sparisjóður, Heimilstæki, Garðabær og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ styrkja keppnina í ár. Verðlaunin koma frá Byr, Heimilstæki og FG en FG og Garðabær borga kostnað við keppnina s.s. prentkostnað, laun og veitingar.

Stærðfræðikennarar í FG senda öllum þessum aðilum kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Sigurvegarar:

8. bekkur
1. sæti Sindri Pétur Ingimundarson Garðaskóla
2. sæti Halldór Kári Sigurðarson Garðaskóla
3. sæti Björgvin Brynjarsson Garðaskóla

9. bekkur
1. sæti Jóhann Ívar Björnsson Garðaskóla
2. sæti Kristján Andri Gunnarsson Garðaskóla
3. sæti Rakel Pálmarsdóttir Álftanesskóla

10. bekkur
1. sæti Íris Teresa Emilsdóttir Garðaskóla
2. sæti Jón Sölvi Snorrason Álftanesskóla
3. sæti Andri Bjarnason Garðaskóla