Málsháttasamkeppni
Foreldrafélag Flataskóla stóð fyrir málsháttasamkeppni í mars og er skemmst frá því að segja að nemendur og foreldrar voru afar duglegir að senda inn málshætti. Dómnefnd hafði því úr nógu að moða.
Laugardaginn 28. mars stóð foreldrafélagið síðan fyrir páskaföndri fyrir nemendur og fjölskyldur. Þar voru verðlaunamálshættirnir kynntir og verðlaun afhent. Einn nemandi í hverju árgang fékk verðlaun.
Verðlaunamálshættirnir eru þessir:
Jákvæðni hjálpar alltaf þegar eitthvað er að - Thelma Sif - 1. bekkkur
Lestur er íþrótt hugans - Hugrún Greta - 2. bekkur
Ævintýrin gerast ekki utan við okkur heldur innra með okkur - Nanna Guðrún - 3. bekkur
Hvort sem húðin er hvít, svört, rauð eða blá þá bakvið má finna hjörtu sem slá - Róbert Snær - 4. bekkur
Oft eru fátækir ríkari en þeir ríku - Brynjar Úlfur - 5. bekkur
Hugurinn stjórnar en hjartað leiðir - Þórunn 6. bekkur
Vansæld er til vandræða - Sigurður Óli - 7. bekkur
Sérstök verðlaun fengu síðan eftirtaldir málshættir:
Engin kreppa án kveinstafa - Arnar Jökull - 3. bekkur
Klukkan mælir tímann, tíminn gefur ný tækifæri - Guðný Margrét - 6. bekkur
Sjá nánar á vef Flataskóla.