30. mar. 2009

Kammermúsík í Garðabæ

Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Gerrit Schuil píanóleikari stigu á svið í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 28. mars sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Gerrit Schuil píanóleikari stigu á svið í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 28. mars sl. Þar fluttu þau verk eftir m.a. Beethoven og Robert Schumann við góðar undirtektir áhorfenda.

Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröð er nefnist Kammermúsík í Garðabæ á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar.  Tónleikaröðin hóf göngu sína sl. haust og henni lýkur laugardaginn 18. apríl nk með tónleikum tenórsins Gissurar Páls Gissurarsonar.  Ríkisútvarpið hefur tekið upp tónleikana í tónleikaröðinni og þeim verður útvarpað á Rás 1 síðar í vor.

Sjá nánari umfjöllun um tónleikaröðina hér.