Góður árangur hjá hlaupahópi Stjörnunnar
Mikill uppgangur var hjá hlaupahópi Stjörnunnar á árinu. Félagar eru nú 120 talsins og skiptast þeir í fjóra hópa eftir getustigi.
Fjórtán keppnishlauparar úr hlaupahópi Stjörnunnar þreyttu maraþon á árinu og náðu sjö úr þeim hópi þeim góða árangri komast á lista yfir 55 bestu tíma ársins í maraþoni. Verður þetta að teljast góður árangur hjá þessum nýja hlaupahóp. Þessir sjö langhlauparar eiga að baki 52 maraþon, 15 ofur-maraþon og eitt 100 km hlaup á keppnisferli sínum.