12. mar. 2009

Fræddust um nám í 8. bekk

Það var vel mætt á kynningarfund um nám á efsta stigi grunnskóla, sem nemendum sem fara í 8. bekk í haust og foreldrum þeirra var boðið á, í Tónlistarskóla Garðabæjar 11. mars.
  • Séð yfir Garðabæ

Það var vel mætt á kynningarfund um nám á efsta stigi grunnskóla, sem nemendum sem fara í 8. bekk í haust og foreldrum þeirra var boðið á, í Tónlistarskóla Garðabæjar 11. mars.

Á fundinum kynntu forsvarsmenn Garðaskóla, Sjálandsskóla og International Academy of Iceland þá kosti sem nemendur hafa úr að velja þegar þeir hefja nám í 8. bekk. Einnig var starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Garðalundar kynnt en hún þjónar nemendum allra skólanna.

Hægt er að skoða glærukynningar skólanna á vef Garðabæjar. Skólarnir taka einnig vel á móti öllum sem vilja kynna sér starf þeirra betur.

Skólar » Grunnskólar » Val á skóla 2009