6. mar. 2009

Fundur um nám í 8. bekk

Foreldrum barna sem fara í 8. bekk í haust og börnunum sjálfum er boðið á kynningarfund miðvikudaginn 11. mars
  • Séð yfir Garðabæ

Foreldrum barna sem fara í 8. bekk í haust og börnunum sjálfum er boðið á kynningarfund miðvikudaginn 11. mars þar sem forsvarsmenn skólanna þriggja sem bjóða nám á efsta stigi grunnskóla í Garðabæ segja frá áherslum í skólastarfinu. Fundurinn verður haldinn í sal Tónlistarskóla Garðabæjar og hefst kl. 20. Gert er ráð fyrir að honum ljúki kl. 21.30.

Skólarnir eru Garðaskóli, Sjálandsskóli og International Academy of Iceland sem býður nám á ensku fyrir erlenda nemendur.

Gefinn hefur verið út rafrænn bæklingur þar sem skólarnir kynna starf sitt í stuttu máli. Á fundinum fara fram ítarlegri kynningar auk þess sem færi gefst til að spjalla við forsvarsmenn skólanna og spyrja þá spurninga.

Foreldrar og nemdur eru hvattir til að mæta og kynna sér þá valkosti sem þeir hafa um nám á efsta stigi grunnskólans í Garðabæ.