3. mar. 2009

Chicago fær góðar viðtökur

Verðandi, leikfélag Fjölbrautaskólas í Garðabæ sýnir söngleikinn Chicago í sal skólans, við góðar undirtektir
  • Séð yfir Garðabæ

Verðandi, leikfélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ, frumsýndi söngleikinn Chicago í sal skólans í lok febrúar. Verkinu hefur verið afar vel tekið af áhorfendum. Sýningum lýkur 22.
mars.

Tómas Oddur Eiríksson, formaður Verðanda, sagði í viðtali við Morgunblaðið á frumsýningardaginn að verkið ætti sérlega vel við á Íslandi í dag enda gerðist það á þriðja áratugnum í Bandaríkjunum, rétt áður en kreppan skall á. 
 
Verkið er byggt á þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar sem hann gerði fyrir Borgarleikhúsið en kvikmyndin Chicago, sem fékk Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2003, var höfð sem fyrirmynd í uppfærslunni.  

Leikstjóri verksins er Bjarni Sæbjörnsson, danshöfundur er Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og um tónlistarstjórn sér Hallur Ingólfsson.

Upplýsingar um sýningar og miðasölu eru aðgengilegar hér á vefnum og á vef FG, www.fg.is