27. feb. 2009

Bikarúrslit og hátíð í Mýrinni

Stjarnan leikur gegn FH í úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik laugardaginn 28. febrúar nk. Boðið er til fjölskylduhátíðar í Mýrinni kl. 10.30
  • Séð yfir Garðabæ
Eimskips bikarinn, handknattleikur kvenna.

Stjarnan leikur gegn FH í úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik laugardaginn 28. febrúar nk. kl. 13:30 í Laugardalshöllinni.

Í tilefni dagsins býður handknattleiksdeildin öllum Garðbæingum til fjölskylduhátíðar frá 10:30-12:30 í íþróttahúsinu Mýrinni.

  • Hoppukastalar fyrir krakkana (Mýrin 10:30-12:30)
  • Andlitsmálun (Mýrin 10:30-12:30)
  • Kökur, kaffi og drykkir (Mýrin 10:30-12:30) - Bakkelsi í boði Bakarísins okkar og heimabakað af Stjörnustelpum
  • Sambíóin gefa bíómiða þeim sem sigra í leikjum og þrautum Mýrin 10:30-12:30

Sætaferðir í Höllina frá Mýrinni kl. 12:30.

Leikurinn hefst kl. 13:30 í Laugardalshöllinni

Hvetjum alla til að mæta og styðja sigursælu Stjörnustelpurnar - höldum bikarnum í Garðabæ.

Sjá nánar á heimasíðu Stjörnunnar, www.stjarnan.is og heimasíðu HSÍ, www.hsi.is.

Auglýsing um leikinn.