13. feb. 2009

Gróður á lóðum

Í framhaldi af bréfi garðyrkjustjóra til um 200 garðeigenda hafa verið útbúnar leiðbeiningar um umhirðu lóða sem eru á vef Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Garðyrkjustjóri sendi nýlega bréf til um 200 garðeigenda þar sem þeir voru beðnir um að klippa trjágróður sem hefur vaxið út yfir lóðamörk.

Í framhaldi af bréfinu hefur garðyrkjustjóri látið útbúa leiðbeiningar til garðeigenda um umhirðu lóða sem eru birtar hér á vefnum. Öllum er heimilt að nýta sér leiðbeiningarnar að vild. Hægt er að prenta út PDF-skjöl eða lesa leiðbeiningarnar á skjánum.

Leiðbeiningarnar skiptast í fimm meginþætti, til að byrja með. Þeir eru:

  • Klipping berjarunna
  • Klipping garðrósa
  • Klipping lauftrjáa
  • Limgerðisklipping
  • Trjáfelling

Garðeigendur eru hvattir til að kynna sér efnið. Ábendingar má senda til garðyrkjustjóra í netfangið erlabil@gardabaer.is