30. jan. 2009

Gefur 100 miða á Sólskinsdrenginn

IKEA gefur leik- og grunnskólum í Garðabæ 100 miða á myndina Sólskinsdrenginn
  • Séð yfir Garðabæ

Eitt hundrað starfsmenn leik- og grunnskóla í Garðabæ fá miða á kvikmyndina Sólskinsdrenginn sem fjallar um einhverfan dreng og leit móður hans að úrræðum fyrir hann.

Fyrirtækið IKEA í Garðabæ gaf miðana eitt hundrað, sem fræðslustyrk til skólanna en fyrirtækið hefur stutt við skólastarf í Garðabæ á ýmsa vegu eftir að það opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ. IKEA hefur m.a. lagt mikið af mörkum til að efla kennslu í list- og iðnhönnun innan skólanna og gefið verðlaun í hönnunarsamkeppnir. 

Með því að gefa starfsfólki skólanna miða á Sólskinsdrenginn vill IKEA leggja skólununum lið við að efla fræðslu til starfsmanna um einhverfu sem snertir flesta eða alla skóla á einhvern hátt.

Nánari upplýsingar um myndina eru á vef hennar, www.solskinsdrengurinn.is .