30. jan. 2009

Fyrirlestur um jólaskeiðina

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands flytur fyrirlestur um íslensku jólaskeiðina í sýningarsal Hönnunarsafnsins á Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ


Sýning Hönnunarsafns Íslands, er nefnist Jólaskeiðin, hefur fengið mjög góða aðsókn en á henni eru til sýnis 94 mismunandi skeiðar. Myndefni þeirra er fjölbreytt, þar má sjá tákn jólanna, myndefni úr Biblíunni, íslenskar kirkjur, vetrarþema og þjóðlegra myndefni svo sem hlóðaeldhús og víkingaskip.

Sýningin leitast einnig við að skýra hvernig hugmynd þróast til hlutar, vinnuteikningar hönnuða, stansar og áhöld ásamt sjálfu hráefninu á ólíku vinnslustigi er til sýnis.

Á sunnudag, síðasta sýningardag verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands með leiðsögn kl. 14.

Sýningasalur Hönnunarsafns Íslands er á Garðatorgi 7, Garðabæ, á hæðinni fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar. Opnunartími fim. - sun. kl. 14-18. Ókeypis aðgangur.

Sjá einnig upplýsingar um Hönnunarsafnið á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is

Jólaskeiðin - fyrirlestur (pdf-skjal)