21. jan. 2009

Leiklist í Garðalundi

Æfingar á söngleiknum ,,Mamma Mía" í leikstjórn Þórunnar Clausen eru nú hafnar í Garðalundi.
  • Séð yfir Garðabæ

Æfingar á söngleiknum ,,Mamma Mía" í leikstjórn Þórunnar Clausen eru nú hafnar í Garðalundi. Um 40 til 50 nemendur Garðaskóla taka þátt í prufum og æfingum. Tilhlökkunin er mikil enda var bíómyndin afar farsæl og verður spennandi að sjá hvernig krökkunum tekst til með ABBA tónlistina.

Krakkarnir leggja mikið á sig og mæta á æfingar bæði síðdegis og um helgar.  Stefnt er að frumsýningu seinni hluta mars.

Geta má þess að nemendur FG æfa einnig þessa dagana tónlistina fyrir sinn söngleik í tónlistaraðstöðu Garðalundar og Garðaskóla.  Frumsýning þeirra verður í febrúar í Urðarbrunni.