15. jan. 2009

Afsláttur til lífeyrisþega

Bæjarstjórn hefur samþykkt viðmið vegna afsláttar af fasteignasköttum elli- og örorkulífeyrisþega
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn hefur samþykkt viðmið vegna afsláttar af fasteignasköttum og holræsagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega árið 2009.

Afslátturinn er tekjutengdur. Fasteignaskattar og holræsagjöld falla alveg niður hjá einstaklingum með árstekjur allt að 3.600.000 krónum og hjá hjónum með tekjur allt að 4.800.000 krónum. Miðað er við tekjur ársins 2007.

Ekki þarf að sækja um lækkunina þar sem gerður verður vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2008.

Gjalddagar fasteignagjalda eru 10 í ár. Sá fyrsti er 15. janúar og sá síðasti 15. október.

Álagning gjalda 2009