7. jan. 2009

IKEA styrkir Hofsstaðaskóla

IKEA og Hönnunarsafn Íslands veittu Hofsstaðaskóla styrk í desember sl. til að styðja við það skapandi starf sem þegar er unnið í skólanum.
  • Séð yfir Garðabæ
IKEA og Hönnunarsafn Íslands veittu Hofsstaðaskóla styrk í desember sl. til að styðja við það skapandi starf sem þegar er unnið í skólanum. Í Hofsstaðaskóla er lögð rík áhersla á nýsköpun, hönnun og listir og tekist á við metnaðarfull og skapandi verkefni.

Sædís Arndal, kennari í smíði og nýsköpun, veitti styrkjunum móttöku. Styrkirnir voru annars vegar vegna lampahönnunarkeppni sem skólinn hefur staðið fyrir og hins vegar til lokaverkefnis nemenda í 7. bekk.

IKEA, Garðabær og Hönnunarsafn Íslands hófu samstarf á síðasta ári um að kynna og efla hönnun og skapandi starf innan skóla Garðabæjar. M.a. voru veittir þrír styrkir vegna lokaverkefnis textíl- og fatahönnunardeildar FG á listadögum barna og ungmenna á síðasta ári, á vegum þessa samstarfs. Ikea og Hönnunarsafn Íslands hafa einnig staðið fyrir námskeiðum fyrir leikskólakennara í leikskólum í Garðabæ til að stuðla að skapandi verkefnum innan bæjarfélagsins.