7. jan. 2009

Jólin kvödd með brennu

Garðbæingar kvöddu jólin á þrettándabrennu Vífils í rigningunni í gær
  • Séð yfir Garðabæ

Jólin voru kvödd með þrettándabrennu Vífils sem haldin var við skálann Vífilsbúð í Heiðmörk í gær, á þrettándanum. Stór hópur fólks lét rigninguna ekki á sig fá og gekk fylktu liði í kyndilgöngu frá grillunum í Heiðmörk að skálanum þar sem kveikt var í brennunni.

Við brennuna voru sungnir skátasöngvar, Hjálparsveit skáta í Garðabæ var með flugeldasýningu og að lokum var boðið upp á heitt kakó og kleinur í Vífilsbúð.