16. des. 2008

Heimsóttu Hönnunarsafnið

Börnin á leikskólanum Kirkjubóli skoðuðu nýlega jólasýningu Hönnunarsafns Íslands, íslensku jólaskeiðina
  • Séð yfir Garðabæ

Börnin á leikskólanum Kirkjubóli heimsóttu nýlega sýningarsal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg þar sem þau skoðuðu jólasýningu safnsins. Á sýningunni eru íslenskar jólaskeiðar.

Eins og sést á myndunum voru börnin áhugasöm um öll þau tákn og sögur sem hver skeið segir í myndum. Sköpunargleðina vantaði ekki og í lokin teiknuðu þau sína eigin hugmynd að skeið og sungu jólalög.

Starfsfólk Hönnunarsafnsins þakkar græna hópnum á Kirkjubóli kærlega fyrir komuna.

Krakkar á Kirkjubóli skoða jólasýningu Hönnunarsafnsins 2008